Fréttir

Gústi gefur enn til barnahjálpar

6. feb. 2017

Minningu Gústa guðsmanns er haldið á lofti í Bátahúsinu - í beitningaskúrnum er sýnd heimildarmynd um hann og þar stendur söfnunarkútur þar sem gestum er frjálst að leggja eitthvað af mörkum til ABC barnahjálpar – og viðhalda þannig hjálparstarfi guðsmannsins. 

Árssöfnunin 2016 nam 25.599 krónum og hafa þær verið lagðar inn á bankareikning ABC barnahjálpar. Frá árinu 2013 hafa safnast rúmlega 125.000 kr. sem hafa runnið óskiptar til ABC í nafni Gústa. ABC barnahjálp leggur höfuðáherslu á menntun barna í Afríku og Asíu en samtökin segja menntun vera mikilvægasta hlekkinn í að rjúfa vítahring fátæktar.

Fréttir