Fréttir

Sérfræðingur varðveislu og miðlunar

24. sep. 2019

Inga Þórunn Waage hefur verið ráðin í starf sérfræðings varðveislu og miðlunar á Síldarminjasafninu, úr hópi átta umsækjenda. Inga Þórunn er með BA gráðu í ensku frá Háskóla Íslands, MA gráðu í bókmenntum, menningu og miðlun frá Humboldt-Universität í Berlín og hefur lagt stund á doktorsnám í enskum bókmenntum frá árinu 2016 og er jafnframt með diplómu í ljósmyndun frá ICPP í Melbourne, Ástralíu.

Inga Þórunn hefur störf um miðjan október næstkomandi og býður stjórn safnsins og verðandi samstarfsfólk hana velkomna og óskar henni jafnframt velfarnaðar í starfi. 

Fréttir