Fréttir

Nýtt kynningarmyndband

15. maí 2017

Frá því um mitt síðasta ár hefur verið unnið að gerð kynningarmyndbands um Síldarminjasafnið. Framtakið er hluti af skipulögðu markaðsátaki safnsins sem styrkt var af Safnaráði. Markmiðið er að vekja athygli á starfsemi safnsins, miðlun þess og þjónustu með nýjum hætti, en fram til þessa hafa auglýsingar safnsins aðeins verið á prentuðu formi og í útvarpi. Myndbandið nýtist vel til birtinga á samfélagsmiðlum, til sýninga á ferðaskrifstofum, um borð í skemmtiferðaskipum, á kaupstefnum, í kynningum um safnið og áfram mætti lengi telja.  

Hér má sjá myndbandið: 

Síldarminjasafn Íslands

Fréttir