Fréttir

Örnámskeið í varðveislu sjóminja

18. nóv. 2017

Næstkomandi miðvikudag, 22. nóvember býður Síldarminjasafnið, í samstarfi við Sjóminjasafnið í Gdansk örnámskeið í varðveislu sjóminja. Námskeiðið hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:00 og fer fram í fundarsal Bátahússins.

Safnið í Gdansk stendur mjög framarlega í rannsóknum, forvörslu og varðveislu á sjóminjum og skipsflökum. Forvörslusérfræðingarnir munu meðal annars flytja með sér svokallaðan XFR mæli – og kynna notkun hans til efnagreiningar á gripum.  

Ekkert námskeiðsgjald og allir velkomnir!

Vinsamlegast skráið þátttöku með tölvupósti á netfangið: anita@sild.is

 

Fréttir