Fréttir

Ráðherraheimsókn

8. júl. 2021

Ráðherrar EFTA-ríkjanna heimsóttu Síldarminjasafnið að morgni 7. júní ásamt föruneyti sínu og nutu leiðsagnar safnstjóra um sýningar safnsins.

Hópurinn var staddur á Siglufirði vegna óformlegs fundar þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, Dominique Hasler utanríkisráðherra Liechtenstein, Iselin Nybo iðnaðar- og viðskiptaráðherra Noregs, Guy Parmelin forseta Sviss og ráðherra efnahagsmála í landinu og Henri Gétaz framkvæmdastjóra EFTA.

Fréttir