Fréttir

Róaldsbrakki málaður

6. júl. 2017

Þessa dagana er verið að hressa rækilega upp á útlit Róaldsbrakka – hann málaður hátt og lágt í sínum réttu litum. Þarna hanga þeir utan á húsinu, ýmist í stigum eða lyftarakörfum málararnir Mark Duffield, Þorgeir Bjarnason og Jón Óskar Andrésson. En liðin eru sautján eða átján ár síðan þeir málarameistararnir Mark og Þorgeir máluðu húsið síðast. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar unnið var að því að þvo þak Brakkans.

Róaldsbrakki (1907) er eitt af þremur friðlýstum húsum á Siglufirði, hin eru Norska sjómannaheimilið (1915) og Sæbyshús (1886) við Norðurgötu, öll friðlýst 1977 með samþykkt bæjarstjórnar og Húsafriðunarnefndar. Vegna þessarar stöðu Róaldsbrakka  nýtur hann viðhaldsstyrkja frá Minjastofnun. Segja má að ríkulegur stuðningur Húsafriðunarnefndar á sínum tíma, 1990-1996 hafi skipt sköpum um endurbyggingu hússins og uppbyggingu Síldarminjasafnsins.  Síðan þá hafa fjölmörg siglfirsk hús fengið styrki frá Húsafriðunarnefnd/Minjastofnun.  


                           IMG_20170704_120906     


IMG_20170704_114915 


  

  
























Fréttir