Fréttir

Safnkennsla Síldarminjasafnsins

24. jan. 2021

  • 140891336_10158817390942068_4048967201170136948_o

Hópur vaskra nemenda af elsta stigi Grunnskóla Fjallabyggðar situr áfangann 'Safn sem kennsluvettvangur' á Síldarminjasafninu. Í vikunni ræddum við söfnun og skráningu safngripa. Nemendur fengu kynningu á söfnunarstefnu safnsins og helstu markmiðum. 

Í kjölfarið ræddum við móttöku nýrra aðfanga og mikilvægi vandaðrar skráningar. Þau tókust svo á við skráningu valinna gripa, leituðu upplýsinga um uppruna þeirra, hlutverk og heiti og þar fram eftir götunum - og leystu verkefnið af stakri prýði!  



141261274_10158817390952068_6760891940048862484_o Hér er leitað upplýsinga um logg og flundru.

140992363_10158817390947068_2881340696751075335_o Í Íslenskum sjávarháttum má finna góðar upplýsingar um fjölmargt tengt sjósókn - meðal annars sjóhatta!

Fréttir