Fréttir

Salthúsið

3. júl. 2017

Unnið hefur verið við Salthús Síldarminjasafnsins frá því snemma í júní. Skúli Jónsson byggingameistari frá Byggingafélaginu Berg hefur stýrt endursmíði vesturhliðar hússins – viðgerð á grind, endurnýjun glugga- og dyrakarma og uppsetningar vindpappa og legta. Aðstoðarmenn hans Hrafn Örlygsson, Haukur Orri Kristjánsson og Logi Garpur Másson eru ýmist með hamra, málbönd eða pensla á lofti við þennan mikilvæga áfanga í endurreisninni.

Í síðustu viku bættist svo Jón Ragnar Daðason skipasmiður í hópinn þegar uppnegling borðaklæðningar og frágangur á dyra- og gluggaföldum fór af stað.
Líklegt er að vesturhliðin verði að mestu búin viku af júlí. Þá verður hafist handa við lagfæringar á norðurhlið hússins en hún verður klædd bárujárni vegna nálægðar við Njarðarskemmu.

Fréttir