Fréttir

Salthúsið

22. jan. 2018

Smiðir frá Byggingafélaginu Berg hafa unnið hörðum höndum við að lagfæra gólfbita og burðarvirki og endurnýja gólfið á efri hæðinni í Salthúsinu undanfarna mánuði. Það hefur krafist mikillar vinnu að rétta gólfið og leggja á það nýjar plötur. Gömlu gólffjalirnar hafa verið naglhreinsaðar og verður 'sponsað' í öll naglagötin áður en gamla gólfið verður lagt aftur ofan á nýju plöturnar í hluta rýmisins. 
Um er að ræða fyrsta áfanga vinnu innandyra í Salthúsinu, en stefnt er að því að taka húsið í notkun í áföngum, eftir því sem verkinu miðar áfram.

Fréttir