Fréttir

Síðasta síldartunnan heim til Siglufjarðar

23. maí 2022

Þriðjudaginn 31. maí mun Norðmaðurinn Petter Jonny Rivedal, sem varðveitt hefur ,,síðustu síldartunnuna” undanfarin 40 ár afhenda safnstjóra Síldarminjasafns Íslands tunnuna, sem féll nýsmíðuð frá borði tunnuflutningaskips í síðustu ferð skipsins frá Noregi til Íslands. Tunnunni bjargaði hann úr flæðarmálinu í Rivedal þegar hana rak þar á land. 

Dagskráin hefst í Róaldsbrakka kl. 15:00 þar sem sendiherrar Íslands og Noregs kynna sögu síðustu síldartunnunnar og formleg afhending fer fram. Við ljúkum svo dagskránni með síldarsöltun og bryggjuballi á planinu við Róaldsbrakka.

Verið hjartanlega velkomin til þessarar skemmtilegu stundar!

Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá Petter Jonny Rivedal og Hermann Ingólfsson fyrrum sendiherra Íslands í Noregi með tunnuna á milli sín.

 

 

Fréttir