Fréttir

Útgáfuhóf 6. desember

2. des. 2018

Starfsfólk Síldarminjasafnsins kynnir nýútgefna bók safnsins á útgáfuhófi í Gránu, fimmtudaginn 6. desember kl. 17:00. 

Bókin, Siglufjörður. Ljósmyndir / Photographs 1872-2018, er gefin út í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis og 200 ára verslunarafmælis Siglufjarðar - og er framlag safnsins til samfélagsins. 

Lesnir verða valdir kaflar úr bókinni - sagt frá tilurð hennar og vinnsluferli, en safnið sjálft er útgefandi. 
Gestir geta svo auðvitað tryggt sér eintak á staðnum. Verð: 9.500 kr.

Höfundar bókarinnar eru starfsfólk Síldarminjasafns Íslands, Anita Elefsen safna- og sagnfræðingur, Steinunn M. Sveinsdóttir sagnfræðingur og Örlygur Kristfinnsson fyrrum safnstjóri.

Léttar veitingar í boði - og allir velkomnir!

 

Fréttir