Fréttir

Sjávarútvegsskólinn

2. júl. 2019

Síðustu viku júnímánaðar var Sjávarútvegsskólinn haldinn í Fjallabyggð fyrir yngsta árgang nemenda í vinnuskólanum. Alls sóttu 15 krakkar frá Vinnuskóla Fjallabyggðar námskeiðið. Kennarar voru María Dís Ólafsdóttir og Magnús Víðisson, sjávarútvegsfræðingar. 

Aðsetur Sjávarútvegsskólans á Siglufirði, þar sem hann var fyrri part vikunnar, var hér á Síldarminjasafninu og fékk hópurinn að nota fundaraðstöðu í Bátahúsinu. Fluttir voru fyrirlestrar auk þess sem krakkarnir gerðu ýmsar tilraunir og framkvæmdu skynmat á þorskum og tóku sýni úr umhverfinu. Á Siglufirði heimsótti hópurinn Fiskmarkaðinn og fékk kynningu á starfsemi Genís. Seinni part vikunnar hafði skólinn aðsetur í Ólafsfirði og var þar meðal annars heimsótt fyrirtækið Vélfag.

Samstarfs- og styrktaraðilar Sjávarútvegsskólans í Fjallabyggð voru: Genís hf, Fiskmarkaður Siglufjarðar ehf, Norlandia ehf, Vélfag ehf, Fjallabyggð og Síldarminjasafnið.

Fréttir