Fréttir

Starfskynning á Síldarminjasafninu

4. maí 2023

Í vikunni hefur Sveinn Ingi Guðjónsson, nemandi í 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar, verið í starfskynningu hjá okkur á Síldarminjasafninu. 

Sveinn fékk að kynnast hluta þeirra fjölmörgu verkefna sem starfsfólk safnsins sinnir frá degi til dags. Til dæmis að hafa eftirlit með hita- og rakamælingum í safnhúsum, sinna skordýravöktun í sýningum safnsins, undirbúa síldarsmakk fyrir hópa ferðafólks og aðstoða við ljósmyndasýningu á Skálarhlíð, Dvalarheimili aldraðra á Siglufirði. Sveinn lauk svo starfskynningunni á að aðstoða við undirbúning á fyrstu síldarsöltun sumarsins - en hún fer fram í fyrramálið. 

Við þökkum Sveini kærlega fyrir komuna og samveruna!

Fréttir