Fréttir
Sumarstarfsfólk óskast
Síldarminjasafn Íslands auglýsir eftir sumarstarfsfólki til yfirsetu og mótttöku gesta.
Starfið felst í gæslu með safnhúsum og sýningum þeirra, afgreiðslu og almennri þjónustu við safngesti. Starfsmenn þurfa að kynna sér síldarsöguna og sögu staðarins og vera tilbúnir að svara spurningum safngesta.
Ákjósanlegt starfstímabil er 1. júní – 31. september.
Hæfniskröfur: Góð tök á íslensku og ensku, stundvísi, frumkvæði og jákvætt viðmót
Fyrirspurnir og umsóknir berist til Anitu Elefsen, safnstjóra: anita@sild.is
Fréttir- Eldri frétt
- Nýrri frétt