Fréttir

Sýningum safnsins lokað vegna COVID-19

22. mar. 2020

Í ljósi aukinnar útbreiðslu kórónaveirunnar síðastliðna viku og hertari reglum um samkomubann verður sýningum Síldarminjasafnsins lokað fyrir gestum frá og með mánudeginum 23. mars og á meðan samkomubann er í gildi. Því verður engin reglubundin opnun á safninu um páska.

Starfsfólk safnsins mun áfram sinna vinnu við ýmis verkefni er snúa að faglegu starfi. Sem dæmi má nefna skráningu á ljósmyndasafni og gerð nýrrar vefsíðu, úrvinnslu á viðtölum sem tekin voru víða um land á síðasta ári, endurnýjun sýninga og skráningu á safnkosti.

Að því sögðu óskum við landsmönnum öllum og ferðafólki á landinu góðrar heilsu, og hlökkum til þess að opna dyr safnsins á ný þegar faraldurinn lætur undan og samfélagið kemst í réttar skorður.

Fréttir