Fréttir

Þátttaka í alþjóðlegu málþingi ICOM UK

16. maí 2022

Í dag, mánudaginn 16. maí kl. 13:30 að íslenskum tíma mun Síldarminjasafnið taka þátt í alþjóðlegu málþingi (webinar) á vegum Englandsdeildar ICOM í tilefni alþjóðlega safnadagsins, sem haldinn verður hátiðlegur víða um heim á miðvikudaginn, 18. maí.

Edda Björk Jónsdóttir sérfræðingur á sviði fræðslu og miðlunar á Síldarminjasafninu mun flytja þar erindi um síldarstúlkur og áhrif þeirra á kvenfrelsi og stöðu kvenna innan atvinnulífsins á Íslandi.

Málþingið er öllum opið á Zoom: https://us02web.zoom.us/j/89498532612

Fréttir