Fréttir

Utanríkisráðherrafundur í Bátahúsinu

15. jan. 2019

Tvíhliða fundur utanríkisráðherra Íslands og Finnlands fór fram í Bátahúsi Síldarminjasafnsins mánudaginn 14. janúar sl. Ráðherrarnir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Timo Soini, ásamt samstarfsfólki sínu ræddu málefni norðurslóða á fundinum, en Íslendingar taka við formennsku í Norðurskautsráðinu af Finnum innan skamms. 

Fundur ráðherranna fór fram á miðbryggju Bátahússins, mitt á milli síldveiðiskipa og nótabáta. Að fundardagskrá lokinni var safnið allt skoðað undir leiðsögn safnstjóra og hádegisverður snæddur í Bátahúsinu.    

Hópurinn gisti á Sigló Hótel og heimsótti jafnframt Genis og Ramma hf. - og voru að sögn afar ánægð með móttökurnar og dvölina á Siglufirði. 

 

 

Fréttir