Fréttir

Vel sóttir jólatónleikar

13. des. 2022

Um 130 gestir lögðu leið sína á jólatónleika Síldarminjasafnsins á sunnudagskvöld. Daníel Pétur, Edda Björk og Hörður Ingi sem öll starfa fyrir safnið fluttu úrval jólalaga fyrir gesti – og gerðu það listavel. 

Enginn aðgangseyrir var að tónleikunum, en gestum var boðið að leggja fram frjáls framlög sem renna óskipt til árlegrar jólagjafasöfnunar Önnu Hermínu fyrir Mæðrastyrksnefnd. Skemmst er frá að segja að alls söfnuðust 263.000 kr. sem munu sannarlega koma sér vel, þar sem þörfin fyrir jólaaðstoð er meiri en áður. 

Starfsfólk safnsins þakkar kærlega öllum þeim sem sóttu tónleikana og lögðu sitt af mörkum til söfnunarinnar.

Fréttir