Fréttir

Vetrarstörfin

24. jan. 2020

Safnastarfið er ekki síður litríkt á veturna en sumrin og verkefnalistinn bæði langur og fjölbreyttur. Þessa dagana er starfsfólk safnsins að leggja lokahönd á skráningu grunnsýningarinnar í Gránu - en til þess verkefnis fékkst stuðningur frá Safnaráði.
Við rannsóknir á uppruna og hlutverki þeirra 600 gripa sem eru í sýningunni nutum við aðstoðar góðra manna úr heimabyggð sem þekkja störf í síldarverksmiðjum vel af eigin raun, og er slík aðstoð okkur ómetanleg. Nú er unnið að því að merkja gripina með safnnúmeri og ljósmynda þá - og að lokum verða upplýsingarnar aðgengilegar á Sarpi. Í Gránu hefur því verið stillt upp tímabundnu ljósmyndastúdíói og má sjá Ingu Þórunni Waage við störf á meðfylgjandi ljósmynd.


Fréttir