Fréttir

Vortiltekt

9. maí 2018

Starfsmenn Síldarminjasafnsins hafa undanfarin ár farið í markvissa vortiltekt utandyra í maíbyrjun. Skilgreint safnsvæði nær frá Bátahúsi suður fyrir Ásgeirsskemmu - en vaninn hefur verið að fara talsvert út fyrir lóðamörk safnsins og leggja þar með eitthvað af mörkum til umhverfismála í sveitarfélaginu. Síðastliðinn mánudag fór starfslið safnsins því um svæðið - frá Bátahúsinu og suður að Hólsbrú og fjarlægði sorp og úrgang. Eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd var afrakstur tveggja tíma hreinsunar töluverður!

Forsvarsmenn Síldarminjasafnsins hvetja önnur fyrirtæki og stofnanir í Fjallabyggð til að gera slíkt hið sama - að taka vel til í sínu nánasta umhverfi og á opnum svæðum í nágrenninu. Margar hendur vinna létt verk!

Fréttir