Fréttir

Yfirtökdagur 5. bekkjar

6. maí 2021

Mánudaginn 10. maí verður svokallaður Yfirtökudagur 5. bekkjar á Síldarminjasafninu. 

Hluta dags munu nemendur 5. bekkjar taka yfir starfsemi safnsins og miðla öllu því sem þau hafa lært í safnkennslu í vetur. Yfirtökudagur er hluti af námskeiðinu Safn sem námsvettvangur og hlaut verkefnið styrk frá Safnasjóði og Samfélags- og menningarsjóði Siglufjarðar. Frá því í haust hafa nemendurnir komið á safnið alla mánudagsmorgna og lært sitthvað um starfsemi safna; um skráningu, rannsóknir, sýningar, varðveislu og miðlun. Þau hafa unnið að fjölbreyttum verkefnum og skipulega búið sig undir þennan stóra dag. 

Í tilefni dagsins bjóða þau foreldra sína og ættingja velkomna í Bátahúsið frá kl. 12:00 - 13:00 á mánudag - þar sem krakkarnir ganga í ólík hlutverk og miðla fróðleik vetrarins með fjölbreyttum hætti. 

 

Fréttir