Fréttir

Bragðgóður minjagripur frá Siglufirði!

17. maí 2025

Það sem hófst sem lítið samstarfsverkefni Síldarminjasafnsins og Baldvins Ingimarssonar (F-61 ehf.) vorið 2024 hefur nú vaxið og dafnað. Nú kynnum við spennandi nýjung: sérhönnuð gjafa-askja með reyktri Atlantshafssíld í olíu og bæklingi um síldarævintýrið.

Varan er innblásin af menningararfi og sögu Siglufjarðar og síldarinnar og umbúðirnar hannaðar með það að leiðarljósi. Síldin kemur í sölu í júní, bæði á Síldarminjasafninu og í helstu ferðamannaverslunum landsins. Skemmtilegur og bragðgóður minjagripur!

Fréttir