Fréttir

CE4RT vottun & nærandi ferðaþjónusta

28. apr. 2025

Síldarminjasafn Íslands hefur hlotið vottun fyrir þátttöku í CE4RT, verkefni um Hringrásarhagkerfi fyrir nærandi ferðaþjónustu!

Hjá Síldarminjasafninu er sjálfbærni ekki bara markmið, heldur grunnstoð allrar okkar starfsemi. Við leggjum áherslu á að skapa jákvæðar upplifanir, þar sem gæði eru í fyrirrúmi fremur en magn.Nærandi ferðaþjónusta snýst um að gefa til baka — að efla líf, menningu og samfélag á heimavelli. Við leggjum okkur fram við að stuðla að ábyrgri þróun sem styrkir bæði samfélagið, menninguna og efnahaginn hér í Fjallabyggð.

Við erum stolt af því að vera hluti af CE4RT verkefninu og hlökkum til að halda áfram þessari vegferð að sjálfbærari og öflugri framtíð fyrir ferðaþjónustu á svæðinu.

Fréttir