Síldarminjasafnið - kynningarmyndband

Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði er eitt af stærstu söfnum landsins. 

Í þremur húsum kynnast gestir síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins. Róaldsbrakki er norskt síldarhús frá 1907. Þar er flest eins og var á árum síldarævintýrisins þegar síldarfólkið bjó þar. Í Gránu er safn um sögu bræðsluiðnaðarins sem löngum var kallaður fyrsta stóriðja Íslendinga. Í Bátahúsinu liggja bátar, stórir og smáir, við bryggjur. 

Síldarminjasafnið hlaut Íslensku safnverðlaunin árið 2000 og Evrópuverðlaun safna 2004, þegar það var valið besta, nýja iðnaðarsafn Evrópu

Sjá hér að neðan stutt kynningarmyndband um safnið sem unnið var veturinn 2016 - 2017. Safnaráð styrkti framleiðslu myndbandsins.


Síldarminjasafn Íslands