Bækur

Fyrirsagnalisti

Saga úr síldarfirði

Saga úr síldarfirði segir frá Sigga sem 12 ára gamall flyst ásamt fjölskyldu sinni til Siglufjarðar í upphafi síðustu aldar. Þar bíður ný framtíð þeirra sem áður sáu ekki aðra leið út úr ógöngum og sárri fátækt en að flytja til Vesturheims í von um betra líf. Tilvera Sigga tekur stakkaskiptum – en það er ekki einfalt að byrja upp á nýtt á ókunnum stað.


Verð kr. 2.500,-
Bókina má panta með því að senda tölvupóst á netfangið: safn[hjá]sild.is eða hringja í síma 467 1604.

Lesa meira

Svipmyndir úr síldarbæ II

Í þessu verki tekur Örlygur Kristfinnsson upp þráðinn frá fyrri bók með sama nafni og bregður upp sterkum og áhrifamiklum mannlífsmyndum frá Siglufirði á liðinni öld, eins og sagði í kynningu frá Uppheimum. Umfjöllunin er eins og áður gaman og alvara í lífi almúgafólks. Þrátt fyrir síldarævintýri lifði fólk við kröpp kjör og lífsháskinn var aldrei langt undan. Í krafti þekkingar sinnar tekst höfundinum að draga fram skýra mynd af sögu og örlögum þessa fólks.

Verð kr. 4.500,-
Bókina má panta með því að senda tölvupóst á netfangið: safn[hjá]sild.is eða hringja í síma 467 1604.


Lesa meira