Bókin og síldin

Margar bækur hafa verið skrifaðar um síldina og tengd efni, allt frá líffræði, um sagnfræði og til ljóða. Hér er settur fram listi yfir helstu bækur sem snerta íslensku síldina beint eða óbeint. Líffræði og rannsóknir, sagnfræði og mannlífsþættir, skýrslur og handbækur og loks bókmenntir. Listinn er langt frá því að vera tæmandi. En benda má á mjög ítarlega heimildaskrá í 3. bindi bókarinnar Silfur hafsins – Gull Íslands. Síldarsaga Íslands.Líffræði og rannsóknir

Matthías Þórðarson: Síldarsaga Íslands, Rvk. 2. útg. 1934. Í byrjun bókar er nokkuð um líffræði og rannsóknir.

Árni Friðriksson: Síldin, leshefti, [Reykjavík] 1935. Lesbókaútgáfa fyrir skóla.

Árni Friðriksson: Norðurlands-síldin. Siglufirði 1944. Ítarleg greinargerð um síldarrannsóknir á Íslandi. Höfundur var meðal fremstu vísindamanna á þessu sviði.

Árni Friðriksson og Olav Aasen: The Norwegian – Icelandic Herring Tagging Experiments. Reykjavík 1952.

Ástvaldur Eydal: Silfur hafsins, Reykjavík 1948.  Fyrsti hluti bókarinnar er um líffræði síldarinnar.

 


Skýrslur, handbækur o.þ.h.

Matthías Þórðarson: Ægir, mánaðarrit um fiskveiðar og farmennsku. Reykjavík 1908-1998. Aflaskýrslur, fræðandi greinar um rannsóknir og hverskyns málefni tengdum sjómennsku og útgerð.

P. A. Ólafsson: Skýrsla um síldareinkasölu Íslands, Reykjavík 1930. Um starfsemina 1929-1930. Önnur útgáfa eftir sama höfund og með sama nafni fyrir starfsemina 1930-1931.

Matthías Þórðarson: Síld og síldarverslun, skýrsla. Kaupmannahöfn 1939. Af ferðum höfundar um Evrópulönd til að kanna markaðsmál síldar.

Sophus A. Blöndal og Erlendur Þorsteinsson: Starfsemi Síldarútvegsnefndar 1935-1959. Reykjavík 1965. Um síldarsöltun á Íslandi, söltunarstöðvar og síldarstaði, útflutning og sölumál.

[Margir höfundar]: Íslenskt sjómanna-almanak . Reykjavík 1925-2014. Ársrit Fiskifélags Íslands og handbók sjómanna um hin aðskiljanlegustu og hagnýtu efni. Meðal annars er þar skrá yfir öll íslensk skip sem voru á skrá hverju sinni. Ríkulega myndskreytt í seinni tíð.

Jón Björnsson: Íslensk skip I-V. Reykjavík 1990-1999. Myndskreytt skrá yfir öll íslensk skip ásamt helstu upplýsingum og eigendasögu.

[Höfundur ókunnur]: Skýrsla og reikningar Síldarverksmiðja ríkisins. Siglufjörður 1930-1990 (ca.) Um árlegar síld- og loðnuveiðar, mjöl- og lýsisframleiðslu og sölumál og rekstur fyrirtækisins.

[Gunnar Flóvenz o.fl.]: Starfsemi Síldarútvegsnefndar 1960-1998. Ísland 2001. Um síldarsöltun á Íslandi, söltunarstöðvar og síldarstaði, útflutning og sölumál.

Magnús Vagnsson: Handbók síldarverkunarmanna, Siglufirði 1939. Vinnureglur við síldarsöltun og vöruvöndun.

Ársæll Jónasson og Henrik Thorlacius: Verkleg sjóvinna – handbók sjómanna og útvegsmanna. Kennslubók. Reykjavík 1952. Mikil bók um mikið efni (næstum allt) sem tengist sjómennsku og skipum.

[Ásgeir Jakobsson þýðandi]: Netagerð og netabæting, [Reykjavík] 1973. Grundvallaratriði um netariðun, aðallega miðað við botnvörpur, troll.

Franz Gíslason: Sjómennsku- og tækniorðasafn. Reykjavík 2003.  Dönsk-íslensk og íslensk dönsk orðabók.

Freyr Jóhannesson: Íslensk tunnumerki. 2006. Ritlingur um merki þau sem síldarstúlkur fengu fyrir hverja uppsaltaða tunnu. Tunnumerki frá hinum margvíslegustu söltunarstöðvum hafa orðið söfnunargripir í seinni tíð.

[Ókunnur höfundur]: Síldarréttir, hefti með uppskriftum að síldarréttum. Gefið út af  Fræðsludeild SÍS.

[Ókunnur höf.]: Morsomme silderetter – 95 opskrifter. DanmörkSagnfræði og mannlífsþættir

Bjarni Þorsteinsson: Siglufjörður 1818-1918. Reykjavík 1918. Aldarminning staðarins þar sem síldin kemur verulega við sögu. Talið fyrsta byggðasögurit á Íslandi.

Viðar Hreinsson: Bjarni Þorsteinsson, eldhugi við ysta haf. Reykjavík 2011. Ævisaga prestsins sem var forystumaður Siglfirðinga á fyrstu áratugum síldarævintýrisins.

Ole Tynes: Minningar. Handrit í Héraðsskjalasafni Fjallabyggðar. Margs konar frásagnir frá fyrstu árum síldarinnar á Siglufirði. Líklega skráð af Sigurði Björgúlfssyni.

Matthías Þórðarson: Síldarsaga Íslands. Kaupmannahöfn 1934 (2. útg.). Meginhluti bókarinnar fjallar um síldarsögu Íslands.

Ástvaldur Eydal: Síldveiðar og síldariðnaður. Reykjavík 1941. Líffræðin og sagan vítt og breitt um heiminn.

Ástvaldur Eydal: Silfur hafsins, Reykjavík 1948.  Bókin virðist vera endurritun og betrumbætur á fyrri bók höfundar, Síldveiðar og síldariðnaður. Meginhluti bókar er um síldarsögu mannkyns í tímans rás en með megináherslu á Evrópu og sérstaklega Íslandi. Einnig er fjallað um síldarverkun og allmargar uppskriftir að síldarréttum. Sænsk útgáfa sömu bókar: Havets silver. Uppsala 1944.

Albert Engström: Til Heklu. Reykjavík 1943. Endurminningar þessa fræga Svía úr Íslandsferð 1911.

Jón Þ. Þór: Stutt yfirlit yfir ævi og störf Snorra Pálssonar verslunarstjóra. Siglufirði 1972. Saga hins mikla frumkvöðuls í atvinnulífi Siglufjarðar á 19. öld. Telja má Snorra vera „fyrsta íslenska síldarsaltandann.“

Þorsteinn Matthíasson: Hrundar borgir. 1873. Bókin er um síldarstaðina á Ströndum: Djúpavík, Ingólfsfjörð og Gjögur.

Ingólfur Kristjánsson o.fl: Siglufjörður 1818-1918-1988. Reykjavík 1988, (önnur útg. aukin og endurbætt). Saga staðarins sem miðstöð hákarla- og síldveiða um langan aldur.

Benedikt Sigurðsson: Söltunarstöðvar á Siglufirði. Handrit unnið fyrir Síldarútvegsnefnd. Nákvæm skrá, hvernig fyrirtækin urðu til og gengu kaupum og sölum.

Hreinn Ragnarsson o.fl.: Silfur hafsins – gull Íslands. Reykjavík 2007. Síldarsaga Íslendinga í þremur bindum, afar glæsilegt verk.

Hjörleifur Stefánsson o.fl.: Af norskum rótum. Reykjavík 2003. Um gömul timburhús á Íslandi. Reykjavík, Ísafjörður, og síldarbæirnir Akureyri, Siglufjörður og Seyðisfjörður eiga sína kafla.

Gísli Pálsson: Sambúð manns og sjávar. Reykjavík 1987. Mannfræðileg athugun á hefðum og siðum kringum fiskveiðar á Íslandi og í sögu mannkyns.

Benedikt Sigurðsson: Brauðstrit og barátta I og II. Reykjavík 1989-1990. Úr sögu byggðar og verkalýðshreyfingar á Siglufirði.

Björn Dúason. Síldarævintýrið á Siglufirði. Mannlífsþættir og ljóð. Meðal höfunda efnis eru Kristinn Halldórsson og Sigurður Björgúlfsson.

Birgir Sigurðsson: Svartur sjór af síld. Reykjavík 1989.  Saga síldveiða í Evrópu rakin en meginhluti bókar fjallar um síldarævintýri Íslendinga.

Þ. Ragnar Jónasson: Siglfirskir söguþættir. Reykjavík 1997. Þættir úr sögu Siglufjarðar og næstu byggðalaga.

Þ. Ragnar Jónasson: Siglfirskur annáll. Reykjavík 1998. Annáll úr Siglufjarðarbyggðum frá landnámi til ársins 1998.

Steinar J. Lúðvíksson: Þrautgóðir á raunastund. Reykjavík 1969-1987. Björgunar- og sjóslysasaga Íslands í átján bindum.

Engilbert S. Ingvarsson: Þegar rauði bærinn féll. 2010. Minningar frá Ísafirði 1944-1953. Þar er kafli um síldarútgerð Ísfirðinga.

Jón Hjartarson: Veislan í norðri. Dýrafjörður 2011. Höfundur rekur minningar sínar af mannlífinu í síldinni á Raufarhöfn eftir 1961.

Guðrún Björnsdóttir: Íslenzkar kvenhetjur. Reykjavík 1948. Mannlífsmyndir og meðal þeirra er þáttur um Stefaníu Stefánsdóttur síldarstúlku á Siglufirði 1915-1925(?).

Guðmundur Gíslason Hagalín: Virkir dagar. 1936-38. Saga Sæmundar Sæmundssonar skipstjóra. Hákarlaveiðar fyrst og fremst, einnig síldin. Hans Söbstad fyrsti norski síldarsaltandinn á Siglufirði kemur við sögu.

Guðmundur G. Hagalín: Ævisaga Haraldar Böðvarssonar. Síðara bindi 1965. Saga hins mikla útgerðarmanns á Akranesi.

Sigurjón Sigtryggsson o.fl.: Siglfirðingabók I og II. Siglufjörður 1975 og 1975. Margskonar greinar um söguleg viðfangsefni. Sögufélag Siglufjarðar gaf út.

Kristmundur Bjarnason: Af Skafta frá Nöf og skylduliði. (Rit Sögufélags Skagfirðinga) Reykjavík 1994. Ítarleg og góð frásögn af síldarsaltandanum Skafta á Nöf Stefánssyni.

Gils Guðmundsson o.fl. Þeir settu svip sinn á öldina. Reykjavík 1987. Frásagnir af íslenskum athafnamönnum á 20. öld. Sumir þeirra koma við sögu síldarinnar.

Valtýr Stefánsson: Minningar Tors Jensen. Reykjavík 1985. Saga hins mikla athafnamanns sem m.a. byggði og rak Kveldúlfsverksmiðjuna á Hjalteyri.

Ásgeir Jakobsson: Hafnarfjarðarjarlinn. Hafnarfirði 1987. Saga Einars Þorgilssonar útgerðarmanns.

Ásgeir Jakobsson: Óskars saga Halldórssonar – Íslandsbersi. Reykjavík 1994. Ævisaga frægasta síldarspekúlants Íslandssögunnar.

Ásgeir Jakobsson: Einarssaga Guðfinnssonar. Reykjavík 1978. Saga hins bolvíska útgerðarmanns sem átti m.a. ítök í síldarsöltun á Siglufirði.

Bragi Sigurjónsson: Þeir létu ekki deigan síga. Reykjavík 1992. Sagt frá nokkrum forystumönnum í síldarútvegi 1880-1968.

Smári Geirsson: Norðfjörður. Saga útgerðar og fiskvinnslu.

Snorri Sigfússon: Ferðin frá Brekku. Reykjavík 1968, 1969 og 1972. Skóla- og námsstjóri og síldarmatsmaður segir frá ævi sinni og störfum.

Ómar Valdimarsson: Jakinn í blíðu og stríðu. Reykjavík 1989. Saga verkalýðsforingjans, Guðmundar J. Guðmundssonar, sem átti viðkomu á síldveiðum og í sumarlögreglunni á Siglufirði.

Sigurjón Einarsson: Sigurjón á Garðari. Reykjavík 1968. Hinn kunni togaraskipstjóri segir frá störfum sínum til sjós.

Torfi Halldórsson: Klárir í bátana. Reykjavík 1972. Skipstjórinn segir frá fiskveiðum á langri ævi.

Ingólfur Margeirsson: María, konan á bak við goðsögnina. Reykjavík 1995.  Saga Maríu Guðmundsdóttur ljósmyndafyrirsætu, hún ólst upp á síldarstaðnum Djúpavík.

Örlygur Kristfinnsson: Svipmyndir úr síldarbæ. Reykjavík 2010. Í tuttugu köflum er sagt frá fjölbreytilegu mannlífi á Siglufirði um miðbik 20. aldar.

Örlygur Kristfinnsson: Svipmyndir úr síldarbæ II. Reykjavík 2013. Ellefu mannlífsþættir frá 1915 til 1975. Á köflum eru skrif höfundar á mörkum sagnfræði og skáldskapar.Bókmenntir

Björn Dúason: Síldareinkasölukantata Íslands. Fjölritað hefti, 1981. Um hagyrðinginn Harald Hjálmarsson frá Kambi. Hann dvaldi á Siglufirði og orti margt m.a. umsnúning á Alþingishátíðarkantötu Davíðs Stefánssonar (1930) til atburða á Sigló árið 1930.

Þórbergur Þórðarson: Íslenskur aðall. Reykjavík 1938. Höfundur segir frá ástföngnum ungum manni og ferðum hans norður í land um 1911, til Siglufjarðar og Akureyrar þar sem hann og önnur skáldefni unnu á síldarplani.

Halldór Laxness: Guðsgjafaþula. Reykjavík 1972. Sagan er byggð á síldarævintýri millistríðsáranna og er talið næsta víst, að Óskar Halldórsson síldarspekúlant, sé fyrirmynd höfuðpersónu sögunnar, Íslands-Bersa.

Vésteinn Lúðvíksson: Eftirþankar Jóhönnu. Reykjavík 1975. Aðal sögupersónan hafði orðið fyrir reynslu í síldinni á Sigló sem markaði líf hennar.

Gísli J. Ástþórsson: Ísafold fer í síld. Reykjavík 1996. Gamansaga með teikningum eftir höfund.

Eyjólfur Kárason: Sumar á Síldarfirði. Akureyri 1984. Stílfærð skemmtisaga um lífið í einum síldarbæ.

Kristín Marja Baldursdóttir: Karítas án titils. Reykjavík 2004.  Saga um fátæka konu, lífsbaráttuna og leit hennar að hamingjunni. Þar kemur síldarplanið og störf síldarstúlknanna talsvert við sögu.

Helena Kadečková:  Óli, tvůj kamarád z Islandu. Prag 1971. (Óli, vinur þinn á Íslandi).12 ára strákur fer um sumar til Siglufjarðar þar sem eldri bróðir hans er í síldarvinnu. Þar sér Óli margt spennandi og fær að fara eina veiðiferð með síldarskipi. Sagan er myndskreytt af Adolf Born.

Örlygur Kristfinnsson: Saga úr síldarfirði. Reykjavík 2011. Um 12 ára gamlan dreng og fjölskyldu hans árið 1907 og hvernig síldin gat breytt öllu í lífi fátæks fólks. Byggt á sannsögulegum atburðum. Ríkulega skreytt vatnslitamyndum höfundar.

 


Norsk rit

Kari Shetelig Hovland: Norske seilskuter på Islandsfiske. Bergen, Oslo, Tromsö 1980. Um þorsk og síldveiðar Norðmanna við Íslandsstrendur á seinni hluta nítjándu aldar.

Kari Shetelig Hovland: Norske Islandsfiskere på havet. Bergen, Oslo, Stavanger, Tromsö 1985. Um síldveiðar Norðmanna við Ísland og umsvif þeirra í landi 1899-1939. Grundvallarrit um hin norsku áhrif á síldarsögu Íslendinga.

Tine Omre Lakskjönn: Bestefar Jacobsen. (Noregur) 2004. Höfundur rekur sögu afa síns, Edvin Jacobsen, sem rak lengi söltunarstöð á Siglufirði og var giftur siglfirskri konu.

Brynjar Stautland: Frå Klondyke til katastrofe. Vestlandsk sildefiske på Island. Oslo 2002. Bók um síldveiðar Norðmanna á Íslandsmiðum. Bókin var gefin út í tengslum við kvikmyndina Det salte sølvet sem höfundur vann að á vegum Nordisk Film.