Síldarannáll Hreins Ragnarssonar

Hreinn Ragnarsson (f. 1940) sagnfræðingur og kennari er líklega sá íslendingur sem mest hefur rannsakað síldarsögu þjóðarinnar. Hann vann við síldveiðar, söltun og bræðslu öll sumur frá 1956 - 1967 og er því síldinni vel kunnugur.

Hreinn er einn höfunda hinnar stóru síldarsögu - Silfur hafsins, gull Íslands, og vann hann að heimildaöflun og undirbúningi hennar í nær þrjá áratugi. Síldarannállinn sem lesa má hér að neðan var hluti þeirrar undirbúningsvinnu og gefur annállinn afar greinargott yfirlit yfir síldarsöguna allt frá árinu 1866 og fram til 1998.