Emil Thoroddsen

Emil Thoroddsen, 1898-1944, nam listasögu í Kaupmannahöfn en lagði einnig stund á tónlistar- og myndlistarnám. Hann er þekktastur sem tónskáld en einnig sem píanóleikari, leikskáld, gagnrýnandi og þýðandi. Þegar myndlistariðju hans er bætt við má sannarlega tala um afar hæfan fjöllistamann. Þekktar eru nokkrar myndir Emils frá Siglufirði, þar á meðal Siglufjarðarvalsinn frá 1922.

Siglufjarðarvalsinn, olíumálverk, 1922.