Kristín Jónsdóttir

Kristín Jónsdóttir, 1888-1958, stundaði nám við Akademíið í Kaupmannahöfn. Hún var ásamt Muggi meðal brautryðjenda í íslenskri myndlist. Kristín málaði fyrst framan af í anda rómantísks natúralisma og síðar sjást glögg merki expressionisma í bestu verkum hennar þar sem hið smágerða og blæbrigðaríka er viðfangsefnið. Þekktar eru nokkrar olíu- og vatnslitamyndir sem Kristín málaði af siglfirsku umhverfi og fólki í starfi og leik á árinu 1923.

Ball á bryggjunni á Siglufirði, olíumálverk, 1923.