Guðmundur Thorsteinsson - Muggur

Guðmundur Thorsteinsson, Muggur, 1891-1924. Muggur nam við Konunglega Listaakademíið í Kaupmannahöfn. Verk hans einkennast af draumlyndi og leikandi tilraunum fremur en ögun og alvarlegri listsköpun. Áhrifa frá impressionistum gætir í verkum hans s.s. Toulouse- Lautrec og síðar Picasso. Þekktar eru nokkrar myndir sem Muggur málaði á Siglufirði 1916 og 1918. Þar er Síldarball á Siglufirði meðal þekktustu verka hans.

Síldarball á Siglufirði, vatnslitir, 1918.