Sigurjón Jóhannsson

Sigurjón Jóhannsson fæddist á Siglufirði 1939 og lagði stund á myndlist og arkitektúr á Ítalíu. Stundaði einnig nám við íslenska myndlistaskóla og var einn af stofnendum SÚM-hópsins 1965. Dvaldist um skeið í Kaupmannahöfn og lagði stund á leikmynda- og búningahönnun og starfaði síðan um áratugi við Þjóðleikhúsið og fleiri leikhús. Sigurjón var löngum virkur á myndlistarsviðinu og voru „síldarverk“ hans mjög áberandi. Þar gætir mjög áhrifa úr leikhúsinu þar sem búningar og lífræn hreyfing leikaranna á síldarplönunum hefur jafnvel komist á Chagall-legt flug.

Uppnuminn, vatnslitir, 1995.