Freymóður Jóhannsson

Freymóður Jóhannsson, 1895-1973, lærði myndlist m.a. við listaskólann í Kaupmannahöfn. Hann var einn fárra málara sem lagði rækt við ljósmyndalegan og rómantískan natúralisma. Um mynd sem hann málaði á Siglufirði um 1925 (eins og reyndar um aðrar myndir hans) mætti viðhafa fræg orð meistara Kjarvals: „En hvað hann Freymóður er alltaf heppinn með veður.“

Á Bakkaplaninu, olíumálverk.