Guðmundur Kristjánsson

Guðmundur Kristjánsson, 1902-1994, gerðist ungur sjómaður. Lærði síðan eld- og rennismíði og vann við þá iðju um áratugaskeið. Hann fékkst nokkuð við að mála myndir á efri árum og eru til nokkrar minningamyndir hans frá sjómannstíma hans. Málverkin, sem má flokka sem bernsk, „naiv“, lýsa vel einlægri sýn hans á viðfangsefnið. Mjög áhugaverðar myndir í því samhengi eru Fyrsti síldardagur Norðmanna á Siglufirði og tvær síldveiðimyndir frá Grímseyjasundi og Málmeyjarfirði.

Fyrsti síldardagur Norðmanna á Siglufirði, olíumálverk.