Kristinn Pétursson

Kristinn Pétursson, 1891-1981, nam við Listaháskólann í Osló og lítillega í Kaupmannahöfn og París. Verk Kristins bera með sér athyglisverða þróun frá þunglyndislegum expressioniskum natúralisma til óhlutbundins málverks (abstraktsjónar). Endaði sú þróun sem einlitar og heimspekilegar flatarmyndir við ævilok hins aldna málara. Kristinn málaði á Siglufirði í nokkur sumur á árunum 1938-1947 og má í myndum þaðan glöggt greina fyrrnefnda breytingu í list hans. Þar tekur síldarverksmiðja Dr. Paul á sig sveiflukennda flatarhreyfingu í anda lífsspeki rússneska málarans Kandinsky!

Pálsfabrikka á Siglufirði, olíumálverk, 1945.