Örlygur Kristfinnsson

Örlygur Kristfinnsson, 1949, nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og fékkst eftir það við myndlist meðfram kennslu í mörg ár. Sem starfsmaður Síldarminjasafns Íslands hefur hann unnið nokkuð að myndgerð tengdri síldarsögunni. Þannig veita vatnslitamyndir hans í bókinni, Saga úr síldarfirði, sýn inn í horfinn heim sjómanna og verkafólks árið 1907.

Síldveiðar 1907, vatnslitir, 2011.