Jón Þorleifsson

Jón Þorleifsson, 1891-1961, lagði stund á listnám í Kaupmannahöfn. Margar mannlífs- og landslagsmyndir hans eru unnar í expressioniskum stíl. Í Íslenskri myndlist (Helgafell – B.Th. B. 1973) verður höfundi tíðrætt um Cezanniskan anda í myndum Jóns um leið og þar gæti frjálslegra stílbrigða – allt eftir því hvert viðfangsefnið var. Nokkrar myndir frá síldarbryggjunum á Siglufirði eru þekktar, s.s. Fiskikonur, stór mynd sem sýnd var á Heimssýningunni í New York 1939-40 en skreytir að jafnaði anddyri Alþingishússins.

Síldarverkun á Siglufirði, olíumálverk, 1944.